PROevents er alhliða viðburðafyrirtæki í eigu hjónanna Jóns Þórðarsonar og Ragnheiðar Aradóttur. Við höfum langa og víðtæka reynslu af skipulagningu hverskonar viðburða fyrir stór og smá fyrirtæki og stofnanir hérlendis sem og erlendis. Við leggjum allan okkar metnað í gæði þjónustunnar og allt starfsfólk okkar og verktakar eru valdir af kostgæfni með það í huga.
Gildin okkar eru fagmennska, frumleiki og persónuleg þjónusta. Við leggjum áherslu á að fylgja sjálf verkefnum frá upphafi til enda. Í ljósi þessa eru öll okkar verkefni sérsniðin að þörfum viðskiptavina okkar, enda unnin í náinni samvinnu við þá. Það er hlutverk okkar að hjálpa viðskiptavinum okkar að ná árangri og láta þá líta enn betur út.
Metnaður
Jón er stofnandi og eigandi PROevents og hefur mikla reynslu af viðburðaþjónustu auk langrar stjórnunarreynslu úr viðskipta- og listalífinu. Hann er stjórnarmaður í Stjórnvísi, stærsta stjórnunarfélags á Íslandi. Sem viðburðastjóri hefur Jón starfað með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins að fjölbreyttustu viðburðum hvort sem eru árshátíðir, hvataferðir, móttökur, stórir viðburðir í beinni sjónvarpsútsendingu og verðlaunaafhendingar svo eitthvað sé nefnt. Hann starfaði m.a. sem sýningastjóri í Borgarleikhúsinu í áratug.
Jón hefur BSc í viðskiptafræði. Hann hefur mikla ánægju af að vinna með ólíku fólki og hefur óþrjótandi metnað fyrir því að viðburðir á hans vegum séu unnir á framúrskarandi hátt.
Hans mottó er: "Vertu þú sjálfur - allir aðrir eru fráteknir"
898 9798
Frumleiki
Ragnheiður er stofnandi og eigandi PROevents og PROcoaching. Hún hefur áralanga yfirgripsmikla reynslu í ferðaþjónustu við framleiðslu og skipulagningu ráðstefna, hvata- og hópaferða. Hún er PCC vottaður stjórnendamarkþjálfi frá Opna Háskólanum og markþjálfar fjölda stjórnenda innan lands sem utan og á að baki um 2000 tíma í markþjálfun. Hún hefur 12 ára reynslu af þjálfun og námskeiðahaldi og hefur þjálfað yfir 6.000 manns á námskeiðum innan fjölda fyrirtækja hérlendis sem erlendis. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi.
Ragnheiður hefur 30 ára reynslu úr viðskiptalífinu sem stjórnendaþjálfari, ráðgjafi, markþjálfi, atvinnurekandi, viðskiptastjóri, verkefnastjóri, sölu- og markaðsstjóri. Hún hefur BBA gráðu í ferðamála- og hótelstjórnun, MSc meistaranám í mannauðsstjórnun og PCC gráðu í stjórnendamarkþjálfun. Hún hefur mikinn metnað fyrir því að hámarka virkni og árangur mannauðs.
Hennar mottó er: “Við stjórnum viðhorfi okkar sjálf og getum því alltaf skapað okkur vinningsaðstæður"
857 1700
Þetta Extra í viðburðinn þinn
Helga Dagný er menntaður ferðamálafræðingur, ásamt því að hafa tekið viðskiptafræði sem aukagrein. Helga hefur víðtæka reynslu í ferðaþjónustunni, þá aðallega skipulagningu ferða og afþreyingar fyrir erlenda ferðamenn. Ásamt því hefur Helga mikla reynslu af tómstundastarfi og þjálfun og hefur komið að skipulagningu ýmissa viðburða þeim tengdum. Áhugamál Helgu eru hreyfing og útivera.
helgadagny@proevents.is
865 2406
Metnaður okkar er þinn viðburður - þinn árangur
Hákon Arnar er með B.S. í Íþrótta- og heilsufræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur mikla reynslu af alls konar tómstundastarfi og hefur unnið mikið í sumarbúðum og annars konar æskulýðsstarfi. Hákon hefur víðtæka reynslu og hefur m.a. skipulagt unglingalandsmót og þess háttar viðburði auk skipulagningar hópferða og fararstjórnar erlendis
659 6853
Hugmyndavinna - við erum fersk
Albert hefur víðtæka reynslu við ýmsa ólíka viðburði. Hann er frumkvöðull og kom á fót ásamt fleirum bæjarhátíðinni Frönskum dögum og stofnaði og rak safnið Fransmenn á Íslandi á Fáskrúðsfirði ásamt samliggjandi kaffihúsi. Þá hefur hann verið fararstjóri og leiðsögumaður. Albert sem er menntaður matreiðslumaður, er annálaður gestgjafi og heldur úti einni vinsælustu matarbloggsíðu landsins, alberteldar.com
albert@proevents.is
864 2728
Það er okkar fag að veita þér þetta „Extra – krydd“!
Esther hefur víðtæka reynslu af störfum í viðburðastjórnun sem kalla á mikla yfirsýn og ábyrgð. Hún hefur unnið við fjölmarga viðburði á vegum PROevents og í félagsstörfum fyrir NFVÍ þar sem hún skipulagði m.a. málfundi, MORFÍs ræðukeppnir og hópeflisdaga. Ásamt því að vinna fyrir PROevents hefur Esther starfað mikið í ferðaþjónustunni. Hún hefur mikla reynslu af skipulagningu ferða og afþreyingar fyrir erlenda ferðamenn bæði í Reykjavík og úti á landi. Esther stundar mikla útivist og starfar einnig sem jöklaleiðsögumaður.
849 1300
Persónuleg þjónusta
Rakel hefur unnið margvísleg störf sem krefjast skipulagningar og ábyrgðar í fjölda viðburða PROevents. Rakel hefur unnið sem leiðbeinandi í sumarbúðum í Indiana, Bandaríkjunum og hefur einnig ýmist ritstýrt eða setið í ritnefndum fyrir tímarit á vegum NFVÍ. Fyrir sama félag hefur hún einnig skipulagt tónlistarhátíð þar sem íslenskir listamenn á borð við Emmsjé Gauta og Sturlu Atlas komu fram.
849 1200
Fagmennska
Dröfn er menntuð viðburðastjóri . Auk verkefna hennar hjá PROevents hefur hún m.a. unnið viðburði hjá Höfuðborgarstofu s.s. við að skipuleggja Menningarnótt í Reykjavík sem og önnur verkefni. Hún hefur mikla reynslu af skipulagningu hvataferða og hefur auk þess komið að skipulagningu ráðstefna fyrir ráðuneyti.
846 6465
Vertu enn meira PRO
Metnaður okkar er þinn viðburður / árangur