Það er okkar fag að veita þér þetta „Extra – krydd“!
PROcoaching býður upp á úrval fyrirlestra sem eru 30 - 60 mín. langir. Einnig bjóðum við námskeið / vinnustofur sem geta verið allt frá 2 klst. upp í lengri þjálfun yfir ákveðið tímabil.
Gerð er góð þarfagreining áður en námskeið / vinnustofa hefst svo að tryggt sé að þjálfunin taki á þema og áskorunum hverju sinni. Lögð er áhersla á virka þátttöku og tengt er í veruleika þátttakenda til að hámarka árangur þjálfunarinnar.
Þemu í fyrirlestrum og námskeiðum / vinnustofum geta verið af ýmsum toga svo sem:
Hugmyndavinna - við erum fersk
Hópmarkþjálfun er markþjálfun út frá ákveðnu þema fyrir hóp sem hefur áhuga á sama þema en hefur ekki sama markmið. Dæmi: Hópur stjórnenda sem vill efla sig í leiðtogafærni en hver einstaklingur hefur sitt markmið. Hér eru allir að læra á sínum forsendum en læra einnig af þeim sem eru í hópnum. Auk hefðbundins árangurs skapast og eflist gjarnan liðsheild slíks hóps og eikur því árangur hvers og eins.
Gerð er góð þarfagreining áður en þjálfun hefst svo að tryggt sé að þjálfunin taki á þema og áskorunum hópsins. Lengd þjálfunar getur verið allt frá 2 klst. upp í lengri þjálfun yfir ákveðið tímabil þar sem hópurinn hittist reglulega.
Þemu í hópmarkþjálfun geta verið af ýmsum toga svo sem:
Fagmennska
Liðsheildarmarkþjálfun er markþjálfun fyrir hóp af fólki sem myndar eitt lið. Liðsheildin hefur sama markmið, dæmi: Eining í fyrirtæki sem á að ljúka ákveðnu verkefni s.s. innleiðingu á nýju kerfi, opnun á nýrri viðskiptaeiningu o.s.frv. Hér er áhersla á að hver liðsmaður sé mikilvægur hlekkur í keðjunni.
Gerð er góð þarfagreining áður en þjálfun hefst svo að tryggt sé að þjálfunin taki á þema og áskorunum liðsheildarinnar. Lengd þjálfunar getur verið allt frá 2 klst. upp í lengri þjálfun yfir ákveðið tímabil þar sem hópurinn hittist reglulega.
Þemu í liðsheildarmarkþjálfun geta verið af ýmsum toga svo sem:
Metnaður okkar er þinn viðburður - þinn árangur
Frumleiki
Af hverju að búa til hópefli? Það geta verið afar ólíkar þarfir að baki og því mikilvægt að hugsa það alla leið með útkomuna í huga. Hérna eru möguleikarnir endalausir, skemmtanagildið í fyrirrúmi og ögrandi áskoranir í takt við tilefnið. Við höfum farið margar leiðir og finnst fátt skemmtilegra en að vinna hópefli með krefjandi hópi. Við finnum pottþétt sameiginlega leið að markinu.
Vertu enn meira PRO