Ragnheiður Aradóttir er stofnandi og eigandi PROcoaching. Hún er PCC vottaður stjórnendamarkþjálfi frá Opna Háskólanum. Hún markþjálfar fjölda stjórnenda innan lands sem utan og á að baki um 2000 tíma í markþjálfun. Hún lærði ferðamálafræði í Noregi og er með BBA gráðu frá Frakklandi og Bretlandi í ferðamála- og hótelstjórnun ásamt MSC Meistaranámi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands. Hún hefur 30 ára reynslu úr viðskiptalífinu sem stjórnendaþjálfari, ráðgjafi, markþjálfi, atvinnurekandi, viðskiptastjóri, verkefnastjóri og sölu- og markaðsstjóri. Hún hefur 12 ára reynslu af þjálfun og námskeiðahaldi og hefur þjálfað yfir 6.000 manns á námskeiðum innan fjölda fyrirtækja hérlendis sem erlendis. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi.
Á meðal fyrirtækja í Evrópu sem Ragnheiður hefur bæði haldið námskeið hjá og markþjálfað fyrir eru; SAP, Siemens og Bertelsmann í Þýskalandi.
Hún er stjórnarkona í FKA, félagi kvenna í atvinnulífinu. Hún var formaður félags Markþjálfa á Íslandi og vann m.a. að því að sameina félagið ICF Chapter á Íslandi, sem eru alþjóðleg samtök vottaðra markþjálfa, í eitt öflugt félag markþjálfa.
Ragnheiður á og rekur ásamt eiginmanni sínum fyrirtækið PROevents sem er alhliða viðburðafyrirtæki og undir því merki rekur hún einnig PROcoaching sem lýtur að stjórnendamarkþjálfuninni og þjálfun almennt. Hún hefur mikinn metnað fyrir því að hámarka virkni og árangur viðskiptavina sinna á þeirra forsendum. Hennar mottó er því: „Við stjórnum viðhorfi okkar sjálf og getum því alltaf skapað okkur vinningsaðstæður"