Hópmarkþjálfun er markþjálfun út frá ákveðnu þema fyrir hóp sem hefur áhuga á sama þema en hefur ekki sama markmið. Dæmi: Hópur stjórnenda sem vill efla sig í leiðtogafærni en hver einstaklingur hefur sitt markmið. Hér eru allir að læra á sínum forsendum en læra einnig af þeim sem eru í hópnum. Auk hefðbundins árangurs skapast og eflist gjarnan liðsheild slíks hóps og eikur því árangur hvers og eins.
Gerð er góð þarfagreining áður en þjálfun hefst svo að tryggt sé að þjálfunin taki á þema og áskorunum hópsins. Lengd þjálfunar getur verið allt frá 2 klst. upp í lengri þjálfun yfir ákveðið tímabil þar sem hópurinn hittist reglulega.
Þemu í hópmarkþjálfun geta verið af ýmsum toga svo sem: